FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING

Í þessum þætti er farið í gegn um efnahagsreikninginn og samsetningu hans bæði eigna megin og skulda megin:

  1. Eignahlið: Skoðað er hvort unnt sé að ná betri árangri í eignahlið efnahagsreikningsins t.d. með sölu eigna, lækkun útistandandi viðskiptakrafna með bættum innheimtuaðgerðum og/eða minna birgðahaldi.
  2. Skuldahlið: Varðandi skuldahlið efnahagsreikningsins er lögð áhersla á að lækka vaxtaberandi skuldir sem mest og þar með fjármagnskostnað. Hér er ráðist í margvíslegar aðgerðir svo sem að semja við kröfuhafa um lækkun skulda, breytingu skammtímaskulda í langtímaskuldir lækkun vaxta o.fl.
  3. Hlutafé og eignahald: Hér er farið í gegn um hugsanlegar breytingar á hlutafé (einkum hækkun hlutafjár) og möguleika til breytingar á eignarhaldi, t.d. með því að fækka eigendum eða fjölga og fá nýja aðila að félaginu, til að efla stöðu þess og vöxt og auka líkurnar á að bættur árangur náist í framtíðinni.