GERÐ VIÐSKIPTAÁÆTLANA
Einkum hugsað fyrir frumkvöðla sem búa yfir viðskiptahugmynd eða hafa áhuga á að finna slíka fyrir sig og vinna um hana fullmótaða viðskiptaáætlun. Hentar einnig starfandi fyrirtækjum sem hafa hug á að fara út í nýsköpunarverkefni sem þarfnast þess að útbúin sé viðskiptaáætlun fyrir verkefnið.
ATH: Áætlunin er skrifuð af eigendum viðskiptahugmyndarinnar undir handleiðslu ráðgjafa!
Ráðgjöfin er keyrð í fimm aðskildum liðum:
- Viðskiptahugmyndin – leit, mat og val hugmynda
- Markaðshluti viðskiptaáætlana
- Framkvæmdahluti viðskiptaáætlana
- Fjárhagshluti viðskiptaáætlana
- Verðmat, kynning og eftirfylgni viðskiptaáætlana
Hver liður felur í sér kynningu/vinnustofur með ráðgjafa sem hver stendur í um 4 klst. Þess á milli vinna þátttakendur að útfærslu viðkomandi liðar í sinni áætlun. Boðið verður uppá handleiðslu samhliða fundunum. Með því er átt við að þátttakendur fá að hitta ráðgjafa milli fundanna, eftir þörfum, og fá þar leiðbeiningar, yfirlestur og mat á texta og töflum varðandi viðkomandi lið.
Hvað felst í því að skrifa viðskiptaáætlun:
Viðskiptaáætlun útskýrir og fjallar um möguleika viðskiptahugmyndar til árangurs. Hún leitar svara við þeirri spurningu hversu mikil áhætta felist í verkefninu og hver sé væntanlegur kostnaður við að hrinda því í framkvæmd. Í viðskiptaáætlun er einnig gerð grein fyrir þeim ávinningi sem vænta má ef vel tekst til. Viðskiptaáætlun er því í raun tæki sem ætlað er að leggja mat á heildaráhættu og ávinning af því að hrinda tiltekinni viðskiptahugmynd í framkvæmd.
Eitt af algengum markmiðum viðskiptaáætlunar er að óska eftir því að þeir sem fá hana í hendur leggi fjármuni í verkefnið í formi áhættufjármagns eða lánsfjármagns. Viðskiptaáætlunin þarf því að svara þeirri spurningu hvort það sé fýsilegt.
Ráðgjafar Skyggnis hafa mikla reynslu í gerð viðskiptaáætlana og hafa á síðustu árum unnið tugi fullmótaðra viðskiptaáætlana fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga. Þeir hafa einnig staðið fyrir fjölda námskeiða og fyrirlestra um gerð viðskiptaáætlana.