LÆKKUN KOSTNAÐAR

Þessi þáttur felst í að greina allan reksturinn kostnaðar megin frá. Farið er ítarlega í gegnum rekstur fyrirtækisins og skoðaðir allir kostnaðarliðir í rekstrinum og hvernig kostnaður skiptist á deildir og afurðir þ.e. vörur og/eða þjónustu.

Helsta vinnan felst í að framlegðargreina afurðirnar í eftirfarandi skrefum:

  1. Greining á breytilegum kostnaði, framlegð 1: Fundinn er út beinn breytilegur kostnaður (t.d. hráefni) og óbeinn breytilegur kostnað (t.d. tímamælt hvað vinnuliður hverrar afurðar tekur langan tíma) við hverja afurð. Á grundvelli söluverðs er síðan fundin út framlegð 1 í krónum og % og reiknuð út heildarframlegð viðkomandi vöru/þjónustu á tilteknu tímabili, oftast fyrir eitt ár.
  2. Greining á föstum kostaði, framlegð 2 og 3: Að því búnu er fastur kostnaður greindur og fundið út hvað hver afurð þarf að bera af föstum kostnaði. Með öðrum örðum má segja að öllum föstum kostnaði fyrirtækisins sé skipt á hverja afurð fyrirtækisins með mismunandi álagsstuðlum (eftir því hve sanngjarnt er hvað hver vara tekur stóran þátt í fasta kostnaðinum). Dæmi um þetta er að gosdrykkur sem seldur er í smávörukeðjur tekur meira þátt í lager- og markaðskostnaði en gosdrykkur sem framleiddur er fyrir þriðja aðila og framleiddur undir hans vörumerki. Með þessu fæst framlegð 2 og 3 og heildarframlegð í krónum á tímabili.
  3. Hagræðing: Í kjölfarið er settar í gang markvissar aðgerðir til að lækka kostnaðinn. Þær fela m.a. í sér aðgerðir til að fá betri verð á aðföngum, bætta nýtingu aðfanga og vinnuafls og aðgerðir til hagræðingar í rekstrinum sem leiða til kostnaðarlækkana.
  4. Verðlagning: Þegar ofangreindir liðir liggja fyrir vitum við mun ítarlegar en áður hvað hver vara/þjónusta kostar okkur og þannig fæst viðmið um verðlagningu afurðanna þ.e. hvort skynsamlegt sé að hætta með tilteknar vörur/þjónustu, hækka verð þeirra eða hvort svigrúm sé til að lækka verð og bæta þannig samkeppnisstöðuna.