NÝSKÖPUN

Nýsköpunin felst í að endurbæta afurðir (vörur eða þjónustu) sem eru til staðar eða að þróa nýjar afurðir. Almennt er ódýrara að endurbæta afurðir sem þegar er til staðar en að þróa nýjar frá grunni.

  • Endurbæta afurðir sem eru til staðar: Skoða þarf inntak núverandi afurða, sem fyrirtækið býður upp á dag og kanna hvort endurbætur gætu bætt afurðirnar þannig að afkoman af henni batni. Dæmi:
    • Áþreyfanleg vara: t.d. endurhönnun, breytt efnisval (prófanir á ódýrari efnum og/eða umhverfisvænni efnum), minnkun á efnisnotkun eða lækkun annars kostnaðar við verðmætasköpunina.
    • Hótel/veitingastaður: t.d. að breyta 3ja stjörnu hótel í 4ra stjörnu (eða öfugt), breyta matseðli.
    • Matur: t.d. þróun á nýjum pakkningum, breytt stærð á umbúðum, endurbættar uppskriftir.
  • Þróa nýjar afurðir: Greina hvar tækifæri eru á markaði til að koma með nýjar afurðir þar sem þekking, tækjabúnaður og aðstaða fyrirtækisins nýtist.