SÖLUAUKNING
Hér beinist athyglin að markaðnum og stöðu afurðarinnar þ.e. vöru og/eða þjónustu á markaðnum. Leitast er við að greina hvernig þörfin fyrir afurðina stendur, hefur þróast og mun væntanlega þróast á næstu misserum.
Verkþættirnir sem farið er í gegnum eru:
- Samkeppnis- og staðgengilsgreining: Greindar verðar samkeppnis- og staðgengilsafurðir til að átta sig betur á þeim afurðum sem fyrirtækið er að keppa við.
- SVÓT greining: Unnið er líkan yfir tækifæri og ógnanir, styrkleika og veikleika afurðanna, svokallað markaðslíkan.
- Söluáætlun: Að því loknu er gerð söluáætlun til næstu missera.
- Markaðssóknaráætlun: Út frá söluáætluninni er síðan unnin markaðssóknaráætlun sem inniheldur þær aðgerðir sem ráðast þarf í til að auka söluna.
- Markaðsaðgerðir: Loks er markaðssóknaráætluninni hrint í framkvæmd, með það að markmiði að ná söluáætluninni og fylgst með framgangi aðgerða og árangri og gripið inn í ef ástæður þykja til.
Markaðsstarfið verður að skila þeim árangri sem til er ætlast hvort heldur það felst í að sækja fleiri viðskiptavini, fá núverandi viðskiptavini til að auka viðskiptin eða hvoru tveggja. Til að ná tilskildum árangri verða afurðir, þ.e. vörur og/eða þjónusta fyrirtækisins að standa samkeppninni jafnfætis eða framar.