STEFNUMÓTUN, SKIPURIT OG STARFSLÝSINGAR

Farið í stefnumótun fyrir fyrirtækið út frá hefðbundinni nálgun. Ef hentar betur að beita MMI stefnumótunaraðferðinni (MMI er nýleg stefnumótunaraðferð byggð á tölfræðilegri greiningu) þá verður sú aðferð valin.

Verkefnið er unnið í eftirtöldum skrefum:

  1. Stefnumótun: Hefðbundin stefnumótun; innri og ytri greining, framtíðarsýn, gildi, markmiðasetning. MMI ef hentar fyrirtækinu betur.
  2. Stjórnkerfi fyrirtækisins: Stjórnkerfið er greint, þ.e. skipuritið og settar fram tillögur um endurbætur/breytingar á því, með tilliti til framtíðarstefnu og markmiða fyrirtækisins.
  3. Starfslýsingar: Útbúnar eða endurnýjaðar starfslýsingar og ráðningasamningar ef þess þarf.
  4. Starfslýsing stjórnar: Unnin er starfslýsing stjórnar (sem samkvæmt hlutafélagalögum er skylda að öll fyrirtæki hafi) og farið yfir stjórnarmálin almennt, samsetningu stjórnar, hlutverk og ábyrgð. Sé þess óskað eru gerðar tillögur um stjórnarmenn sem fært gætu fyrirtækinu aukinn styrk til framtíðar.