NÁMSKEIÐ Í GERÐ REKSTRARÁÆTLANA

Námskeið þar sem farið verður yfir helstu atriði við gerð rekstraráætlana.

Lengd: 2 x 4 klst.

Dagsetning: Miðvikudagana 9. og 16. október

Tími: kl. 17-21

Staður: Ármúli 31 (gengið inn hjá VARMA)

Verð: 39.900 kr. (Innifalið í verði er bókin, Handbók Athafnamannsins, gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana).

Helstu atriði sem fjallað verður um:

  • Farið yfir þau atriði sem þarf að hafa í huga við gerð rekstraráætlana
  • Farið yfir forsendur sölu
  • Farið yfir forsendur kostnaðar
  • Tekin dæmi um hvernig rekstraráætlunum er stillt upp
  • Farið er yfir það hvernig lesið er úr niðurstöðum rekstraráætlana
  • Umræður og spurningar sem m.a. lúta að fyrirtækjunum sem þátttakendur koma frá

Í kjölfar námskeiðs býðst þátttakendum 20% afsláttur af einkatíma við handleiðslu á gerð eða yfirferð rekstraráætlunar hjá viðkomandi fyrirtæki.

Mörg stéttarfélög endurgreiða stóran hluta af námskeiðsgjaldi.

Léttar veitingar í boði.

Ráðgjafar:

Páll Kr. Pálsson, ráðgjafi og eigandi hjá Áttum ehf. Páll er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði og starfar m.a. sem lektor við Tækni- og verkfræðideild HR. Hann hefur áratuga reynslu af stofnun og rekstri fyrirtækja, m.a. sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs  atvinnulífsins, forstjóri Vífilfells og framkvæmdastjóri VARMA.

 

 

 

 

Þórdís Wathne, ráðgjafi og eigandi hjá Áttum ehf. Þórdís er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði og starfar m.a. stundakennari við HÍ og HR. Hún hefur komið að stofnun fjölda nýsköpunarfyrirtækja og starfar sem ráðgjafi á því sviði.

 

 

 

 

Skráning á námskeið í gerð rekstraráætlana 9. og 16. október

 

Skráning